þriðjudagur, september 27

i got two turntables and a microphone

mutherfucker!!!!!!!!
ég og ms.tina og ms.whitney fórum út að labba í morgun...ferðinni var heitið til hennar ÖnnuRakelar minnar að gefa henni morgunmat í rúmið og afmælisgjöf... ég var eitthvað of áköf og spennt yfir stelpunum mínum sem sungu í eyrað mitt að ég væri nú best og skotin, ég þrammaði af þvílíkum ofurkrafti frá skerjagarði að túngötu að nú er ég með risa blöðru undir fætinum sem ég finn alltaf fyrir þegar ég stíg í vinstri löppina...
maður á sémsagt EKKI að fara í stjörnusokka þegar maður fer í káwboj stígvélinn í kraftgöngu... ahhh..mental note to self.... (já ég er 22 ára og enn í svona má-ekki-renna stjörnusokkum eins og allir áttu á leikskóla...það er meira að segja bangsímon á þeim..
nóg um sokkana og blöðruna

Ég er komin með algert æði fyrir disknum hans Pan, Beatmakin troopha..hann er hrein snilld sem ég vil mæla með að allir fjárfesti í... mjög góð tjill tónlist.....

Ég fékk gleðifregnir í gær, Hafdís vaxkona er mætt aftur til að vaxa my punaní :) ahhh... dagar stakra hára hist og her eru liðnir... hot wax and gossip, here I come!! búin að sakna stelpunnar, við þurfum að catch up...allt á meðan ég fer í spígat og hún nuddar heitu vaxi á neðri svæðin mín...

talandi um neðri svæði og mig og vax.....
Glöggur lesandi (mamma hennar Elsu) tók eftir því að stelpan var í DV.... þar sem ég neita að lesa eða skoða eða fletta í gegnum DV þá vissi ég ekki af þessu....
jújú, pælingar um kantskurð voru birtar undir nafni og alles....
frekar spes verð ég að segja... vá hvað það verður gaman í jólaboðunum í ár.
I fyrra missti Bjarni frændi go Særún frænka sig í því að vorkenna hamförum mínum í srákamálum og amma malla spurði um bóluna sem ég sprengdi á enninu mínu í fyrsta prófinu í sálfræðinni...
þarf ég að fara að ritskoða mig?

ég hitti elsuna mína í seinustu viku og kyssti bumbuna hennar, sem er reyndar mjög pen.... vá hvað við áttum ótrúlega gott spjall, gott fyrir siggu sál að hitta elsuna sína...

ég er orðin samvaxin náttbuxunum mínum og heimilinu mínu. ég hleyp heim úr skólanum til að geta farið í náttbuxurnar og búið mér til mega girnilegt salat...Nýjasta útgáfan er jarðaber, pabba soja sósa, nachos, spínat, ostur, laukur, kjúllaskinka, paprika, eggaldin, rúsínur og vínber (eiginlega bara eitt af öllu sem til er í ísskápnum)... en vá hvað þetta salat er massa rassa gott...

"allir" í skólanum eru farnir að plana utanlandsferðir til framandi og spennandi landa í skiptinám.. mig langar í skiptinám eitthvert spennandi...og framandi..þar sem það er heitt og gott veður... sem minnir mig á það, ég er búin að vera í mikilli rökræðu við sjálfa mig um ljósabekki.
Sko.
mig langar alveg ótrúlega í ljós og fá smá lit á annars fölan kropp EN ég er samt í leiðinni svo á móti þessari gervi brúnku sem er krabbameinsvaldandi. Væri ekki bara sniðugra að spara sig til sumar og geta verið í sólinni með sólarvörn og tekið "eðlilegan" lit en ekki í hyper ljósum með perum sem grilla mann eins og kebab eða kjúlla á teini?
þessari rökræðu er ekki lokið en í millitíðnni fer ég EKKI í ljós.
ásgeir kolbeins verður bara að hitta stelpuna eðlilega og föla... kannski fer ég bara að staupa með honum gulrætur í massa vís, eins og honum finnst gott að gera...6 staup á dag koma litnum í lag!

ég ber vaselin á líkamann á hverju kvöldi. ég drekk fullt af vatni og tei. ég ber á mig olíu. ég tek spirulina. ég borða salat. ég borða ávexti. ég klæði mig vel.
afhverju í anskotanum er ég með svona þurra húð?
ég er eins og lítill krókódílaungi eða þorgerður þorskur, ég hata scalie húð.... HATA ÞAÐ... er einhver patent lausn á þessu vandamáli?
mínar aðferðir virðast ekki vera að virka.

ef ég væri smjattpatti væri ég lúlli laukur.... eða jóna jarðaber.... ég er farin að setja jarðaber og lauk í allt...
næst er samt að prófa að elda sætar kartöflur..spennandi það..
*eldað með LÍN* ég er að spá í að gera svona þátt..
" Góðan dag og verið velkomin í ELDAÐ MEÐ LÍN.
Á boðstólnum í dag verða soðnar kartöflur með svissuðum lauk kryddað með Bónus pipar og núðlusúpa að hætti bláa drekans, skolað niður með vatni frá Gvendarbrunnum."
"Munið krakkar notið heita vatnið af kartöflunum til að sjóða núlurnar svo þið sparið rafmagnsreikninginn og steikið heilan lauk í einu og frystið það sem þið ekki notið"
"Á morgun í ELDAÐ MEÐ LÍN verður boðið upp á hitaðan lauk í sérstakri salt&pipar kryddblöndu á milli nýbakaðs samlokubrauði frá Bónus með eðal íslenskum brauðosti og gourmet skinku beint frá Djúpavogi....MISSIÐ EKKI AF NÆSTA ÞÆTTI af ELDAÐ MEÐ LÍN"

ég er bara svo heppin að eiga góða foreldra að ég get leyft mér að borða ávexti og grænmeti, minnir a ástandið í seinni heimstyrjöld þar sem appelsínur og epli voru samasem merki fyrir jól.. kannski ekki alveg.
en jóhannes og jón ásgeir minn, hvernig væri að hafa hollt massa ódýrt og fara að selja baunabuff aftur? ég veit að þið eruð busy núna en bara svona þegar þið hafið tíma.. kannski smá meira hollt í búðina...bara smá.... en annars bara takk fyrir gott framtak og gangi ykkur vel.....

ef ég mætti finna eitt kort úti á götu þá væri það kortið hans jóns ágeirs... vá hvað það væri nú eðal, þá mætti sævar setja kaffi á könnuna, enda góðkunningi þessa korts...

jæja komið fínt er það ekki bara.
Ég er formlega hætt að lifa meðal fólk sem geriri social hluti eins og að fara á kaffihús... ef ég svara ekki þegar þú hringir sendu þá sms... ég gæti verið að rugga mér fram og tilbaka inni á skrifstofunni minni og það truflar rútínuna að svara símanum og tala við einhvern sem svarar tilbaka... ég nefnilega tala mjög mikið við sjálfa mig..
ég er svona eins og úr Bold and the Beautiful, "But he doesnt know that I know that he knows that they are having an affair and it was I who am the mistress.....but what would Freud think of Watson if he found out? I must warn Dix and Horney...."

ég komst að því í gær að ég á cyberkærasta...
lofuð á netinu...
spennandi það.

kærlig hilsen
siggadögg

-better than all the rest-

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei!! Bannað að ritskoða sig!!

Þú ert yndislega opinská. Þannig á það að vera.

Annars mundi maður ekki nenna að lesa í gegnum þessar langlokufærslur.

Kv. Andri Ólafsson

Sigga Dögg sagði...

núnúnú...
takk fyrir það andri....
en já ég veit með þessar langlokur, ætti kannski að hætta að röfla svona mikið, fara að hitta þig í þennan tebolla og fara að tala meira og skrifa minn?
-pæling-